Upplýstir hlauparar (myndir)

Ófáar „sjálfur“ voru væntanlega teknar í hlaupinu. Þeir voru vel upplýstir, skrautlegir og litríkir þátttakendurnir í Norðurljósahlaupi WOW á laugardagskvöldið. Hlaupið hófst við Hörpu og þaðan ýmist hlupu eða gengu um 1.000 manns upp í Hallgrímskirkju skreyttir ljósum.


Reykjavíkurleikar á enda

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði gesti á lokahátíð Reykjavíkurleikanna. Íþróttaleikarnir WOW Reykjavik International Games hófust 25. janúar og lauk í gærkvöldi. Þetta var í 11. sinn sem leikarnir fóru fram en að þessu sinni var keppt í 17 einstaklingsíþróttagreinum. Flest af besta íþróttafólki okkar Íslendinga tók þátt og voru erlendir gestir um 600 talsins frá 48 löndum.


Cherotich stigahæst í frjálsum

Cherotich tók fram úr Anítu Hinriksdóttir á lokametrunum í 800 metra hlaupi kvenna Emily Cherotich frá Kenýja náði bestum árangri keppenda á frjálsíþróttamóti WOW Reykjavik International Games um helgina samkvæmt stigatöflu alþjóða frjálsíþróttasambandsins (IAAF).


Hörð samkeppni í fimleikum (myndir)

Uliana Perebinosova sigraði í kvennaflokki Íslenskt fimleikafólk fékk harða samkeppni á fimleikamóti WOW Reykjavik International Games um helgina. Erlendu keppendurnir komu frá Bandaríkjunum, Rússlandi og Svíþjóð en flug þeirra sem ætluðu að koma frá Wales var fellt niður vegna bilunar og þurftu þeir því að boða forföll.


„Súrt að vinna ekki á heimavelli“

Aníta og Cherotich nýkomnar yfir marklínuna í Laugardalshöllinni. Emily Cherotich, frá Kenía, tók fram úr Anítu Hinriksdóttur úr ÍR á lokametrum 800 metra hlaupsins á Reykjavíkurleikunum í Laugardalshöll á laugardaginn og sigraði á 2:02,39 mínútum.


Fetaði í fótspor eiginkonunnar

Jesper Agerbo, sigurvegari í keilu á Reykjavíkurleikunum 2018. Daninn Jesper Agerbo sigraði í kvöld keilukeppnina WOW Reykjavik International Games. Hann er enginn nýgræðingur í greininni, var heimsmeistari einstaklinga 2016. Í úrslitaviðureigninni mætti hann Robert Anderson frá Svíþjóð og sigraði 2-1.


Þórunn og Bartal best í badminton

Þórunn Eylands, sigurvegari í U19-flokknum í badminton á Reykjavíkurleikunum. Um helgina var keppt í unglingaflokkum í badminton á WOW Reykjavik International Games. 150 leikmenn tóku þátt í mótinu, sem fram fór í TBR-húsunum, frá Íslandi, Færeyjum og Svíþjóð. Erlendu keppendurnir voru 62 talsins en þeim fylgdi annar eins fjöldi af þjálfurum, fararstjórum og áhorfendum.


Annað Íslandsmet hjá Helgu

Helga Kolbrún Magnúsdóttir (fremst á mynd) setti tvö Íslandsmet í bogfimi um helgina. Keppni í bogfimi á WOW Reykjavik International Games fór fram í Bogfimisetrinu við Dugguvog um helgina. Keppt var með bæði sveigboga og trissuboga. Keppnin var mjög jöfn og spennandi og þurfti að fara í bráðabana í úrslitaviðureignum í trissuboga karla og sveigboga kvenna þar sem skotið var einni ör og dómari dæmdi hvor var nær miðju.


Andri og Freyja best í skylmingum

Úrslitaviðureignin í skylmingum, Freyja Sif Stefnisdóttir til vinstri og Giedré Razguté til hægri. Skylmingakeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli um helgina. Keppt var í bæði unglinga og fullorðinsflokkum og tóku erlendir gestir frá Svíþjóð, Litháen, Þýskalandi, Frakklandi, Bandaríkjunum og Búlgaríu þátt.


Sigurvegarinn kom frá New York

Verðlaunahafar í skvassmóti Reykjavíkurleikanna. Frá vinstri: Jónas Heimisson, Þorbjörn Jónsson, Ómar Hilmarsson. Skvassmót WOW Reykjavik International Games fór fram í húsakynnum Skvassfélags Reykjavíkur um helgina. Spilað var í einum flokki að þessu sinni en það var opinn flokkur blandaður bæði konum, körlum og unglingum.