Guðni vinsæll

Forsetinn gaf sér góðan tíma til að ræða málin við unga sem aldna. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands var viðstaddur lokahátíð WOW Reykjavik International Games í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Honum var fagnað vel þegar hann gekk í salinn og að dagskrá lokinni gaf hann sér góðan tíma til að spjalla við íþróttafólk, skipuleggjendur og aðra gesti.


10. leikunum lokið

Íþrótta­fólkið og/​eða full­trú­ar þeirra sem fengu viður­kenn­ingu fyr­ir besta ár­ang­ur­inn um helg­ina. Með þeim á myndinni eru Ingvar Sverrisson, formaður ÍBR, Guðni Th. Jóhannesson og Líf Magneudóttir. Íþróttaleikunum WOW Reykjavik International Games lauk með hátíðardagskrá í Laugardalshöll í gærkvöldi. Þetta var í 10. sinn sem leikarnir eru haldnir. Styrkleiki íþróttamótanna var einstaklega mikill þetta árið. Verðlaunahafar á Ólympíuleikum, heims- og Evrópumótum voru á meðal þátttakenda auk þess sem heims-, Evrópu- og Íslandsmet voru sett.


Sigraði annað árið í röð

Mattieu Huin frá Frakklandi sigraði skvasskeppnina annað árið í röð. Mattieu Huin frá Frakklandi og Hildur Ágústa Ólafsdóttir sigruðu í skvasskeppni WOW Reykjavik International Games sem fram fór í húsnæði Skvassfélags Reykjavíkur á Stórhöfða um helgina. Þetta var annað árið í röð sem Huin sigraði á mótinu.


Glæsileg tilþrif á skautum (myndir)

Eva Dögg Sæmundsdóttir var í 4. sæti í junior ladies-flokknum um helgina. Keppni í listhlaupi á skautum á WOW Reykjavik International Games fór fram í Skautahöllinni í Laugardal um helgina. Um 90 keppendur tóku þátt þar af um 40 erlendir af 15 mismunandi þjóðernum. Í kvennaflokki (senior ladies) sigraði Karly Robertson frá Bretlandi og í drengjaflokki (junior men) Yamato Rowe frá Filippseyjum.


Andri og Aldís skylmingameistarar

Aldís Edda og Þórdís Ylfa kepptu til úrslita í kvennaflokki. Skylmingakeppni WOW Reykjavik International Games fór fram í Skylmingamiðstöðinni á Laugardalsvelli um helgina. Flest af besta skylmingafólki landsins tók þátt ásamt erlendum gestum frá sex löndum.


Færeyingar fjölmennir í badminton

Bartal Poulsen frá Færeyjum sigraði í einliða- og tvenndarleik í U19-flokknum í badminton. Badmintonkeppni unglinga á WOW Reykjavik International Games fór fram í TBR-húsunum um helgina. Alls voru um 180 keppendur skráðir til þátttöku, þar af rúmlega 70 frá Færeyjum. Færeysku unglingunum fylgdi hópur af þjálfurum, fararstjórum og foreldrum og var heildarfjöldi hópsins því vel yfir 100 manns.


Frábært að vita af ömmu í stúkunni

Eyþóra Þórsdóttir. Fimleikadrottningin Eyþóra Þórsdóttir keppti á sínu fyrsta móti hér á landi á laugardag er hún var meðal keppenda á fjölþrautamóti WOW International Games, Reykjavíkurleikanna.


Hefur verið frábær vetur

Frá skylmingarkeppninni á Reykjavíkurleikunum í gær. Ríkjandi Íslandsmeistarar í skylmingum með höggsverði, Aldís Edda Ingvarsdóttir og Andri Mateev, voru höggskörpust á Reykjavíkurleikunum þegar skylmst var í gær.


Eyþóra sló í gegn

Eyþóra einbeitt á jafnvægisslánni. Eyþóra Þórsdóttir, íslenska fimleikakonan sem keppir fyrir Holland, sló svo sannarleg í gegn í fimleikakeppni WOW Reykjavik International Games í Laugardalshöll um helgina. Ekki aðeins sigraði hún í keppninni heldur átti hún líka hug og hjörtu áhorfenda sem fögnuðu henni ákaft.


Vildi vinna á heimavelli

Aníta Hinriksdóttir fyrir miðju. Árangur Anítu Hinriksdóttur úr ÍR og Örnu Stefaníu Guðmundsdóttur úr FH stóð upp úr í frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikanna í Laugardalshöll í gær. Aníta setti Íslandsmet og Arna vann sér inn keppnisrétt á EM innanhúss.