Badminton

Badmintonsamband Íslands heldur í þriðja skipti alþjóðlega mótið sitt, Iceland International, sem hluta af Reykjavík International Games. Mótið er hluti af mótaröð Badminton Europe og gefur stig á heimslista Alþjóða badmintonbandsins.

Mótið er stærsta landsliðsverkefni ársins og bestu badminton spilarar landsins taka þátt. Að auki koma þátttakendur hvaðanæva að og taka þátt í mótinu. Í ár eru erlendir keppendur rúmlega 113 talsins frá 27 löndum. Verðlaunafé er samtals 6.000 dollarar.

Keppt verður í stóra sal TBR við Gnoðarvog 1 sem er eingöngu badmintonhús og þykir hið glæsilegasta á alþjóðamælikvarða en í húsinu eru 12 badmintonvellir á trégólfi.