Borðtennis

Borðtennis varð keppnisgrein á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikunum árið 2011 og er Borðtennisdeild Víkings umsjónaraðili keppninnar.

Keppni í borðtennis fer fram í TBR-Íþróttahúsinu, Gnoðarvogi 1, Reykjavík. Besta borðtennisfólk landsins mætir til leiks og von er á sterkum erlendum keppendum. Keppt verður í einliðaleik karla og kvenna og er leikjafyrirkomulag þannig að keppt verður í einföldum úrslætti.

Von er á spennandi og skemmtilegri keppni í borðtennis og eru áhorfendur hvattir til að mæta og fylgjast með.