Dans

Dansíþróttasamband Íslands mun standa fyrir þrem danskeppnum á RIG. RIG keppni fyrir alla aldurshópa, Íslandsmeistaramóti í latin dönsum með frjálsri aðferð og bikarmóti í standard dönsum með frjálsri aðferð.

Íslandsmeistaramótið í latin dönsum er eitt þýðingarmesta mót fyrir okkar elstu dansara því á þessu móti vinna þeir sér inn keppnisrétt á Heimsmeistaramótum víða um heim árið 2016. Alþjóðlega RIG Latin keppnin með frjálsri aðferð fer fram á sunnudeginum. Það verða 7 erlendir dómarar frá 7 löndum, sem dæma alla helgina.

Keppni fer fram í Laugardalshöllinni.