Glíma

Glíma er ný grein á Reykjavíkurleikunum í ár. Glíman er eina íþróttin sem hefur orðið til á Íslandi og hún er einstæð í veröldinni. Útlendingar sem kynnast glímu undrast mjög þessa háþróuðu og tæknilegu íþrótt og þykir mjög til hennar koma.

Keppt verður í tveimur fanggreinum, glímu og backhold, á Reykjavíkurleikunum 2016. Von er á tíu erlendum keppendum til landsins þar á meðal Evrópumeistaranum í Backhold, Frazer Hirsch frá Skotlandi.

Keppni fer fram í Laugabóli, íþróttahúsi Ármanns á Engjavegi 7 í Laugardal.