Júdó

Júdósamband Íslands heldur nú í fjórða sinn Reykjavík Judo Open í samvinnu við RIG (Reykjavik International Games) og er þetta er opið alþjóðlegt mót fyrir karla og konur sem verður haldið í Laugardalshöllinni. Á Reykjavík Judo Open hafa komið afar sterkir þátttakendur frá Rússlandi, Tékklandi, Þýskalandi, Úkraníu, Póllandi, Slóvakíu og auðvitað frá Norðurlöndunum og eigum við von á keppendum frá þessum löndum enn á ný og fleiri löndum. Nokkrir heimsklassa júdómenn hafa verið á meðal þátttakenda frá upphafi og er Tagir Khaibulaev frá Rússlandi, gullverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í London 2012 án efa þeirra þekktastur.