Keila

Keilukeppni Reykjavíkurleikanna fer fram í Egilshöll í Grafarvogi. Fyrirkomulag í keilumótinu er með þeim hætti að það eru 3 riðlar spilaðir og 6 leikir í hverjum riðli. Hver leikmaður þarf að skila 6 leikjum og getur spilað alla riðlana en það er bara besta 6 leikja serían sem gildir. Eftir forkeppnina fara 16 leikmenn í milliriðil og spila 6 leikja seríu. Tíu efstu leikmenn úr milliriðlinum fara í úrslit þar sem leiknir eru tveir leikir og falla út tveir neðstu leikmennirnir og fækkað um eitt sett, dregið er á sett í hverri umferð. Þannig er leikið áfram uns tveir leikmenn eru eftir og leika þeir þá tvo leiki og sigurvegari úr þeirri viðureign verður RIG meistari.