Kraftlyftingar

ÍSÍ stofnaði sérsamband um kraftlyftingar í apríl 2010. Í kjölfarið hefur áhugi á íþróttinni sífellt aukist jafn hjá konum sem körlum. Nú eru skráðir iðkendur yfir 1300 í 18 félögum í landinu. Árangur íslenskra keppenda á alþjóðamótum hefur vakið eftirtekt, en á síðasta keppnistímabili unnu þeir til verðlauna bæði á Norðurlanda-, Evrópu- og Heimsmeistaramótum.

Kraftlyftingar hafa verið á dagskrá Reykjavíkurleikanna síðan 2011. Í kraftlyftingum er keppt í hnébeygju, bekkpressu og réttstöðulyftu. Keppendur fá þrjár tilraunir í hverri grein og vinnur sá sem nær hæstum samanlagður árangur af þremur bestu tilraunum. Keppt er ýmist í sérstökum búnaði eða án búnaðar (klassískar kraftlyftingar).

RIG 2016 er alþjóðlegt boðsmót í klassískum kraftlyftingum þar sem tíu karlar og tíu konur keppa um sigur á Wilks stigum. Auk okkar sterkustu keppendur mæta til leiks keppendur frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Finnlandi. Meðal þeirra eru heimsmeistararnir og heimsmethafarnir Kimberly Walford og Bonica Lough frá Bandaríkjunum, Bretinn Stephen Manuel sem vann bronsverðlaun á HM 2015 og heimsmethafinn Timo Hokkanen frá Finnlandi. Þau stefna öll á að bæta persónulegan árangur sinn, og í þeirra tilfelli þýðir það bæting á heimsmeti. Margt bendir því til að við fáum að sjá heimsmetstilraunir í höllinni.

Keppni í kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum fer fram í Laugardalshöll.