Ólympískar lyftingar

Ólympískar lyftingar hafa verið með á Reykjavík International Games síðan 2012 og sjá Lyftingasamband Íslands ásamt Reykjavíkur félögunum tveimur Lyftingafélagi Reykjavíkur og Lyftingadeild Ármanns um framkvæmdina. Tíu karlar og tíu konur keppa í samanlögðum árangri í snörun og jafnhendingu samkvæmt reglum IWF (Alþjóðalyftingasambandins). Verðlaun eru afhent fyrir fyrsta, annað og þriðja sæti samkvæmt Sinclair stigatöflu.

Ólympískar lyftingar hafa verið stundaðar á Íslandi í fjölmörg ár og Lyftingarsamband Íslands hefur verið innan ÍSÍ frá 1973. Íslenskir lyftingamenn hafa keppt fyrir Íslands hönd á fjórum Ólympíuleikum og voru fimm íslenskar konur meðal þátttakenda á Heimsmeistaramótinu 2015.

Keppni í Ólympískum lyftingum á Reykjavíkurleikunum fer fram í Laugardalshöll.