Skíði og snjóbretti

Á Reykjavíkurleikunum er bæði keppt í alpagreinum skíðaíþrótta og skíða- og snjóbrettaati.


Skíði – alpagreinar

Skálafelli, 30.jan. kl.10-14 og Bláfjöllum 31.jan kl.10-14

Skíðaráð Reykjavíkur og Skíðasamband Íslands halda skíðakeppni Reykjavíkurleikanna í alpagreinum. Þetta er í fyrsta sinn sem alpagreinar eru hluti af Reykjavíkurleikunum. Keppt verður í stórsvigi í Skálafelli laugardaginn 30.janúar og svigi í Bláfjöllum sunnudaginn 31.janúar.


Skíða- og snjóbrettaat

Bláfjöll, 31. jan. kl. 14-16

Skíðasamband Íslands í samvinnu við Breiðablik heldur nú skíða og brettaat Reykjavíkurleikanna í þriðja sinn. Keppnin mun fara fram í Bláfjöllum (skidasvaedi.is), um það bil 40 mínútna akstur frá Reykjavík. Fjórir keppa í einu og falla þeir tveir sem hafa lakastan tíma úr keppni en hinir halda áfram í næstu umferð og þannig gengur þetta þar til sigur er ráðinn.