Skvass

Skvass var keppnisgrein á RIG í fyrsta skipti árið 2012. Mótið er haldið í Veggsport, Stórhöfða 17, sem er stærsti skvassklúbbur Íslands en þar eru fjórir salir. Spilað verður í karlaflokki, kvennaflokki og unglingaflokki (U19) og hefst mótið á föstudegi en undanúrslit og úrslit eru á laugardegi. Mikill áhugi er meðal skvassara að taka þátt í þessum stóra viðburði sem Reykjavíkurleikarnir eru.

Skvassfélag Reykjavíkur var stofnað 1988 og Skvassnefnd ÍSÍ árið 1993 og er íþróttin því ung á Íslandi. Skvassíþróttin er þróuð úr a.m.k. fimm öðrum íþróttagreinum sem innihalda spaða, kylfur og bolta og sérstaða hennar er sú andstæðingarnir mætast á sama vallarhelmingi sem er umkringdur veggjum. Spilararnir spila oftast mjög þétt og eru því mjög strangar reglur um hvernig spila eigi skvass, aðallega til að koma í veg fyrir meiðsli.