Sund fatlaðra

Fatlaðir sundmenn tóku fyrst þátt í RIG árið 2009. Í sundi fatlaðra er keppt eftir reglum FINA og IPC – Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra og keppt er samkvæmt stiga og forgjafaútreikningi. Keppt er í flokkum S1-10 fyrir hreyfihamlaða þar sem S1 táknar mestu fötlun og S10 minnstu fötlun. Flokkar S11-S13 eru flokkar blindra og sjónskertra og flokkur S14 er flokkur þroskahamlaðra íþróttamanna.

Markmiðið er að íslenskir afrekssundmenn eigi kost á því að keppa við sterka erlenda sundmenn og fá góða samkeppni í lauginni. Mótið er síðasti möguleiki sundmanna til að ná lágmörkum inn á ÓM í Rio á heimavelli. Keppt er í sundi fatlaðra í Laugardalslaug.