Sund

Alþjóðlegu Reykjavikur leikarnir (RIG) hafa verið haldnir í Laugardalslauginni síðan 1989 og hafa margir erlendir sundmenn komið til Íslands til að taka þátt í leikunum.

RIG leikarnir eru haldnir í 50m innilauginni í Laugardalnum, sem var opnuð í janúar 2005 og hafa margir erlendir keppendur lýst yfir mikilli ánægju með aðstöðuna í Laugardalnum og framkvæmd mótsins. Dómarar með alþjóðlega reynslu hafa eftirlit með því að allt fari vel fram og erlendum þátttakendum gefst kostur á æfingabúðum á undan eða eftir keppni. Mótið er viðurkennt af FINA og gefur sundfólki möguleika á að ná lágmörkum t.d. á alþjóðleg mót eins og Ólympíuleika og heimsmeistaramót.