Taekwondo

Það er mikið fagnaðarefni að taekwondo er hluti af Reykjavíkurleikunum, bæði í bardaga og formum. Í ár verður bein útsending í sjónvarpi frá keppni í greininni og ennfremur mun keppni fara fram við bestu aðstæður í Laugardalshöll. Í öllum greinum og flokkum verður notast við rafrænar brynjur í bardaga. Við bjóðum upp á búnað sem sýnir úrslit strax og munu allir dómarar veita rafræna stigagjöf. Þetta er því sannkölluð taekwondo veisla sem höfðar til flestra iðkenda og til allra aldurshópa. Við hvetjum alla til þátttöku enda brjótum við blað í sögu íþróttarinnar með þessum viðburði. Í ár er Ólympíuár og keppt verður í taekwondo á Ólympíuleikunum í Ríó. Það er raunhæfur möguleiki að Íslandi eignist keppanda á ÓL í náinni framtíð og þarna gefst okkur kostur á að sjá suma af efnilegustu keppendum Evrópu í íþróttinni sem í framtíðinni geta orðið fremstir í heimi.