Ráðstefna

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir ráðstefnu um afreksþjálfun í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 21.janúar kl.17-21. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík og er hluti af Reykjavíkurleikunum 2016.

Sjö áhugaverðir einstaklingar verða með erindi á ráðstefnunni en þau verða öll flutt á ensku. Rauði þráðurinn í erindunum er mikilvægi styrktarþjálfunar í íþróttum allt frá börnum til afreksfólks. Ráðstefnunni lýkur á því að Adólf Ingi Erlingsson spyr spretthlauparann Dwain Chambers spjörunum úr og gefst áhorfendum einnig kostur á að spyrja hann spurninga. Dwain Chambers er einn af spretthörðustu mönnum heims og fyrrum heims- og Evrópumeistari.

Miðar á ráðstefnuna eru seldir á midi.is.

Dagskrá ráðstefnunnar